Miðvikudagur, 12. september 2007
Og kaupi svona bíl.....
Já ég held að flestir í kringum mig séu búnir að heyra það að mig langar í nýrri bíl. Bíllinn okkar er held ég '88 model. Ljósblár Subaru.
Ok, hann er ekki riðgaður, hann gengur svona nokkuð eðlilega. En... Það er sprunga þvert yfir framrúðuna, ný rúða er örugglega dýrari en bíllinn sjálfur þannig að... Hann lekur olíu og á það mörgum stöðum að það tekur því ekki að gera við það. Ef ég ætla að bregða mér bæjarleið til Akureyrar þá verð ég að passa mig á því að fylla hann ekki af bensíni svo að ég komist á sæmilegum tíma upp Víkurskarðið. Hann þarf aðstoð innsogsins við að komast í gang á morgnana, og það í sumar... En drepur alltaf einu sinni á sér áður en hægt er að fara af stað.. TOPPBÍLL segir Kristbjörn! "Þú finnur aldrei svona gamlan bíl riðlausan einsog þennan" segir tengdapabbi.. Þetta eru náttúrulega alveg nógu góðar ástæður fyrir því að eiga hann bara í vetur.. Ég er hinsvegar ekki búin að sjá að hann verði góður í gang á morgnana í vetur, einsog hann er búin að vera í sumar!! Og er ekki alveg að gúddera það að vera skilin eftir ein með hann þegar Bóbi fer á sjó!
Þannig að allir sem vettling geta valdið og lesa þetta... Hjálpið mér nú að sannfæra Bóba um að þetta gangi nú ekki lengur! (Hélt ég ætti aldrei eftir að vera í svona brasi með hann Bóba minn... En sumir koma endalaust á óvart)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.