Miðvikudagur, 26. september 2007
Virkur bloggari hér á ferð!...
Eða þannig...
Já ég er semsagt búin að láta kroppa í fótinn á mér.. Það gekk bara vonum framar. Vaknaði bara hress, og ekkert vesen eftir það. Lagðist inn á sunnud.kvöld. og fór heim sama dag og aðgerðin var. Bóbi og Aðalbjörg komu að heimsækja mig, en þá var mín bara að undirbúa heimför...
Ég semsagt fór í æðahnútaaðgerð, en það þurfti líka að taka einhverja æðagrein í burtu úr kálfanum því þar hafði myndast tappi. Furðulegt að það megi bara taka þessa og þessa æð í burtu og binda rembihnút á eftir... Hvernig á maður að skilja svona?
Aðalbjörg er voða dugleg að hjálpa mömmu sinni að stulast um og rétta henni hluti og svona.. Annars er ég ekkert að hlífa mér, því að ég á ekki að gera það. Ég fer síðan í saumatöku eftir hálfan mánuð.. Þá stefni ég að því að verða orðin alveg glimrandi góð.. Annars get ég varla hreyft mig fyrir umbúðum! En ég er vel pökkuð inn frá rist og að nára á hægri fæti..
Jæja ætla að fara að setja í eina þvottavél eða svo, líður alveg skelfilega svona á rassgatinu að gera EKKI NEITT.
Bless í bili..
Anita fatlafól..
Athugasemdir
Halló halló
láttu þér nú batna tútta**
ég skal svo koma norður og berja vitið í Bóba hvað bíllinn varðar, þetta gengur ekki lengur;)
Dana Ruth (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.