"Kaffi á könnuni, allir velkomnir, ENGAR vondar fréttir takk".

Jæja..

Ég er búin að setjast oft við tölvuna síðustu daga og reyna að koma mér í gírinn.. En..

Ég stefni á að fara í vinnuna á mánud. eftir laaannngt veikindafrí, alltof langt! En ég er bara hin hressasta, dáltið dofin í ökklanum og aum undir honum.. Á ennþá dáltið erfitt með að fara úr lokuðum skóm ef ég á annað borð asnast í þá. Ætla bara að vera í klossum í vinnuni, þá nuddast ekkert við ökklann..  Blush

Það er ekki hægt að segja annað en að það sé mikið búið að ganga á hjá okkur síðasta mánuðinn..  28. september lést Dóri frændi "Saxi" úti á Krít. Og við fórum strax til mömmu og ömmu, gat ekki hugsað mér að vera "ein" hérna..  Og vildi líka bara fara og knúsa mömmu endalaust, því hún missti ekki bara yngsta systkinið sitt, heldur líka besta vin sinn. Hann hefði orðið 50 ára á morgun.. Yndislegur maður, hann átti ekki konu og engin börn en hann átti í okkur systkinabörnunum öllum. Og það var gaman að "hlusta" á hann þegar hann kom með uppeldisráðin, og ef, einsog í mínu tilfelli, maður bjó ekki á staðnum, þá hringdi hann bara til að vita hvernig gengi með litluna.. "bara byrja strax að gefa henni lýsi og slátur, þá venst hún því strax!" Joyful  Dóri frændi, endalaust góður maður.

Svo var komið að kistulagningu hjá honum blessuðum.. þá kvöldið áður er amma send til Húsavíkur með mikla verki innan um sig.. Við fórum til hennar á föstudeginum og það varð strax ljóst að amma gæti ekki verið við kistulagningu og ekki við jarðarför sonar síns.. Við Sigrún skiptum liði og hún var hjá ömmu á föstud. kvöldið og við fórum og fengum að kveðja Dóra. En komum svo aftur heim strax eftir kistulagninguna. Ég fékk að vera hjá ömmu þegar hann var jarðaður. En amma var svo veik. Þetta kvöld 6. Október lést amma, sama dag og sonur hennar er jarðaður. Og ég fékk að vera hjá henni.. Við Bóbi vorum bæði hjá henni. Ég vildi ekki að hún yrði ein og alls ekki að einhver ókunnugur yrði hjá henni..  Þetta er án efa það erfiðasta sem ég hef gert í lífinu, en ég er sátt. Hún var ekki ein.

Ég er enn dáltið reið við almættið, finnst ekki réttlátt að svona mikið og svona mikið í einu sé lagt á eina fjölskyldu. Er búin að fá að heyra nokkrum sinnum núna máltækið "oft er stutt stórra högga á milli". Vil ekki heyra það aftur. Núna vil ég bara fá mömmu hingað til Húsavíkur svo að ég geti hugsað um hana og passað hana. Því að það var hlutverk Dóra. Hún leitaði til hans og hann til hennar.. 

Við Bóbi vorum á tímabili að hugsa um að græja miða á hurðina hjá okkur.. " Kaffi á könnuni, allir velkomnir, ENGAR vondar fréttir takk". Komið gott.

Þannig að... Góðar fréttir núna..  Bóbi var að keppa í handbolta í dag við Selfoss, og að sjálfsögðu unnu þeir. 34-33.

Við vorum að fá okkur kisu, yndislegan skógarkött. Sem sefur bara og sefur.. Hann er það latur að hann er búin að koma Aðalbjörgu uppá það að færa sér matinn í rúmið, þannig að hann þarf ekki að fara framúr nema til að fara á klóið, neyðist til þess Sleeping.

Jæja, þetta varð aðeins lengra en ég ætlaði...  Vonandi fyrirgefið þið mér það.. Ef það er einhver að lesa þetta "blogg" mitt...

Bless í bili.. 

 


Athugasemdir

1 identicon

Þú ert með svo fallegt hjarta Aníta, ég sé það á skrifum þínum.

Ég votta þér samúð mína* Knús frá Egilsstöðum.

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 00:32

2 identicon

Elsku Anita mín innilegar samúðarkveðjur til þín og þinna.  Það þarf líka mikið hugrekki til að gera það sem þú gerðir. Hugrekki sem þú hefur.

Hvað viðkemur Bóba: gat hann hlaupið heilann leik ???????

Nína Sæm (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 09:29

3 identicon

Hæhæ elskan mín!!

Er alltaf á leiðinni til þín!!! Hugsa til þín næstum daglega núna!! Skil ekki hvað er langt á milli okkar!! Þarf að koma og líta á nýja fjölskyldumeðliminn.

Kveðja Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 13:27

4 identicon

Takk fyrir kvittið stelpur, og góðar kveðjur .  Já, Nína.. Kallinn stóð sig einsog hetja, skoraði sigurmarkið og allt. Held ég hafi bara aldrei farið á svona spennandi leik.. . Hann er að fara að keppa aftur núna á laugard. Allir að mæta í höllina!

Ég sjálf.. (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 14:24

5 identicon

Hæhæ Aníta,

Ég rakst hérna inn fyrir tilviljun og fannst þvílíkt fyndið að ég man hver þú ert haha.. veit nú ekki hvort þú hafir jafn gott minni :)

 kveðja, Gummi :)

Gummi (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 21:32

6 identicon

Sæll Gummi...

Ég verð nú að játa það að ég þekki dáltið marga Gumma...

Gummi ´78 model?

Ég sjálf.. (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 13:18

7 identicon

Sæl og blessuð Aníta og gaman að sjá þig á veraldarvefstækniundrinu!

Ég samhryggist innilega. Saxi var öðlingur út í eitt og ég þakka bara fyrir að fá að kynnast honum. Hann tók mig algjörlega undir sinn væng þegar ég var lítill gutti að fara á síld á Júlla Dan og alltaf þótti mér vænt um hann eftir það.

Magnað að fá að kynnast honum Saxa.

Mbk,
Drengur

Drengur (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 20:59

8 identicon

Nei ekki alveg..

Gummi (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 14:33

9 Smámynd: Anita Hólm

Vá Gummi...

Átti ég bara að fatta þetta???    Það eru orðin slatti mörg ár síðan við "hittumst" .. 

Snilld samt að þú fattaðir að þetta væri ég..  

Anita Hólm, 2.11.2007 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband