Föstudagur, 2. nóvember 2007
Gleði, gleði, gleði !!!
Sælt veri fólkið..
Jæja, það gerist varla verra. Ég var sett á "Haldol" í dag.
Vissi reyndar ekkert hvað það var fyrr en ég kíkti á doksann og gáði að því..
Þetta er sem sagt:
Haldol er notað við einkennum ýmissa geðsjúkdóma, einkum við geðklofa og oflæti, til að mynda í tvískautaröskun og drykkjusýki. Einnig er það stundum gefið við óróa og rugli, svo sem hjá eldra fólki. Í litlum skömmtum hefur Haldol einnig ágæta verkun á ógleði og er stundum notað í þeim tilgangi þegar ekki er hægt að lækna frumorsök hennar. Lyfið verkar líkt og önnur sefandi geðlyf en veldur síður þreytu og syfju.
Stungulyf með forðaverkun er notað þegar æskilegt þykir að fá jafna verkun í langan tíma og þegar tryggja þarf að sjúklingur fái lyfið ef hætta er á að lyfjataka sé óregluleg. Þetta lyfjaform er venjulega ekki notað fyrr en töflumeðferð hefur verið reynd og ljóst er að lyfið verkar vel á viðkomandi sjúkling.
Aukaverkanir
Lyfið er ekki vanabindandi en getur haft nokkrar aukaverkanir. Algengastar þeirra eru vægur skjálfti og spenna í vöðvum, sérstaklega í byrjun meðferðar. Þessi einkenni lagast oft af sjálfu sér við áframhaldandi meðferð, en stundum eru gefin sérstök lyf til að vinna gegn þeim.
Sjaldgæfar aukaverkanir eru svo aukið munnvatnsrennsli, svitamyndun, lystarleysi og mjólkurmyndun í brjóstum. Svimi, þyngdaraukning, lækkun á líkamshita og lækkun á blóðþrýstingi eru hugsanlegar aukaverkanir. Blóðþrýstingsbreytingar verða oft sérstaklega áberandi þegar fólk stendur snögglega upp og getur því þá sortnað fyrir augum. Í einstaka tilfellum getur lyfið haft eiturverkanir á lifur og valdið gulu. Þetta kemur oftast fram 2-3 vikum eftir að meðferðin hefst og lagast venjulega þegar hætt er að nota lyfið.
Mmmmm.... Mjög spennandi..
En ég er semsagt að fara á árshátíð hjá HÞ um helgina og BORÐIÐ mitt heitir "Haldol" .. Náði í miðana okkar áðan og fékk þá þessar fréttir, að ég væri komin á "Haldol". Og borð stjórans míns heitir t.d. "Viagra".. Þetta verður örugglega rosa stuð.. Það vantar ekki ýmindunaraflið hjá vinnufélögunum..
Kokkurinn er veislustjórinn og fordrykkurinn heitir "blákaldur".. Ég hlakka mikið til.. Er að fara að yfirfara fataskápinn í þessum töluðu.. Vildi bara færa ykkur þessar "góðu" fréttir.
Góða helgi
Athugasemdir
hehe alltaf þegar ég sé HÞ þá hugsa ég Hraðfrystistöð Þórshafnar!!! HMMMM hvað er hún að gera á árshátið þar????
Alla vega skemmtu þér vel og taktu nokkra bjóra fyrir mig
Kveðja úr brúnagerðinu
p.s stærðfræðidæmin eru alltof flókin fyrir mig þarf reiknivél til að geta skilið eftir smá athugasemd
Kristín (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 18:11
ó sweet móses.. ég las byrjunina og hugsaði... guð ætli henni finnist töff að vera komin á róandi.. En sem betur fer las ég áfram..:)
Skemmtu þér ofsa vel*
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 18:44
Lilja mín, við mamma þín erum báðar komnar á róandi ..
Ég sjálf.. (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 19:29
Blessuð og sæl....hugsaði eimmitt það sama og lilja..afhverju þú værir eiginlega segja frá þessu hér!!!! hehe...en hugmyndaflug:)
Góða skemmtun á árshátíð...(",)
KV.Heiðrún
Heiðrún (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.