Sunnudagur, 4. nóvember 2007
Jaaá fínt, já sæll, já fínt, já sæll, já fínt, já sæll,já fínt....
Þvílík snilld sem árshátíðin var. Þetta fólk kann sko að skemmta sér og skemmta öðrum!
Held samt að Bóbi hafi ekki verið alveg að fíla sig þarna, fékk það svona á tilfinninguna.. Held líka að hann hafi farið með því hugarfari að þetta yrði alveg drepleiðinlegt.
Maturinn var snilld, eitthvert sjávarréttarlistaverk í forrétt, andarbringur og lambafille í aðalrétt (ábót á það fyrir þá sem það vildu) og að lokum sjóðandi heit (brenndi mig..) súkkulaðikaka og ís og jarðarber og rjómi í eftirrétt (hefði alveg verið til í ábót á það)...
Hljómsveitin klikkaði ekki heldur, Von. Gólfið troðfylltist um leið og þeir byrjuðu. Og var bara þannig.. Það var einsog fólkið hafi beðið í startholunum eftir að fá að komast á gólfið.. Kristbjörn hinsvegar sat alveg sallarólegur í sætinu ..
En svona var þetta gott fólk. Sit svo bara hér og blogga með kaffibollann við hlið mér.. Er að hugsa um að fara í smá göngu með dótturina, bóndinn skellti sér í rjúpur..
Later..
Athugasemdir
uff JÁ það hefur verið FÍNT
en hvað segirðu með bóndann er hann ekki að stefna á Ólympíuleikana í samkvæmisdansi??
iss piss annars langaði mig líka að kommenta á það að ruslpóstvörnin gerir ráð fyrir því að maður kunni að reikna.....
Nína (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 09:10
Hugsaðu þér að það er svo stutt í að þú getir kallað upp á efstu hæð og þá get ég kíkt með þér í göngu;)
Dana Ruth (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 18:17
Nína: Nei en hann er alveg til í danskennslu, segir hann...
Dana: já hugsaðu þér.. Núna ligg ég með ælupest, væri munur að hafa ykkur uppi á efstu og passa fyrir mig... Annars tekur maður ekki veikindafrí frá barninu sínu víst...
Ég sjálf.. (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 19:03
já elskan litla prinsessan verður alltaf velkomin í heimsókn til okkar;) svona þegar foreldrarnir vilja smá tíma fyrir sig;p
Dana Ruth (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.