Hvað lífið getur verið erfitt, en samt gott..

Sæl verið þið..

Það var stutt líf litla félagans sem við fengum fyrir rúmum mánuði síðan.. Rómeó hét hann og var kisinn okkar.. Hann veiktist greyjið, og það var ekkert hægt að gera fyrir hann..  Hann fékk sjaldæfan sjúkdóm sem kallast "Fipp"...  En kannski gott að hann fékk hann núna, fyrst svo átti að fara en ekki eftir 1 og hálft ár, einsog gat orðið..  Þá er ég hrædd um að sorgin hefði orðið meiri, þótt hún hafi verið mikil...

Veðrið í dag er búið að vera viðbjóður. Aðalbjörg komst þó í íþróttaskólann í morgun, reddaði deginum fyrir henni.. Hún er samt búin að vera hundleið í allan dag. Einsog flestir örugglega!

Hún stóð sig vel í gær, það var Jónasarvaka uppí höll og þar söng kór Grænuvalla "Buxur , vesti , brók og skór". Þau voru glæsileg öll. (Stolt mammaBlush)  Nema hvað að mamman klæddi hennar hátign auðvitað í sitt fínasta púss í tilefni dagsins.. Kjól og jakka og flottar sokkabuxur í stíl.. Svo kom að því að krakkarnir voru kallaðir á "svið" og þar lallaði Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir inn, í sínu fínasta, og í VAÐSTÍGVÉLUNUM! (Svoltið eðlileg þar Wink) Mamman og pabbinn gátu ekki annað en glott í annað þegar þau sáu dótturina...

Jólin nálgast..   Erfiður tími fyrir suma, góður tími fyrir suma..  Tími þar sem flestar fjölskyldur koma saman og hlúa að hvort öðru..  Ég og litla fjölskyldan mín verðum bara heima hjá okkur í ár. Og ég er bara glöð með það, eiga notalega og rólega stund saman.

Ég verð að vinna öll jólin og áramótin.. En það er bara í góðu lagi.. Ánægð með að fá að vera með gamla fólkinu líka.. Þau eru hluti af lífi mínu líka.. 

Ætla að fara að skoða TVið..  Ef ekkert er á þessum þrjátíu og eitthvað stöðvum sem við erum með, þá er ég að spá í að leigja mér mynd..  Kannski bara jólamynd, ef þær eru farnar að streyma inn..

Góða nótt, sofið rótt, í alla nótt*

Amma mín, besta amma í heimi* Amma mín* Besta amman í heimi*

 


Athugasemdir

1 identicon

Hehe sama glottið hér, mín var í kjól og voða fín og svo í risa kuldaskóm!!!!!!!! Hehe!! Thelma ákvað samt að syngja ekki með heldur grenjaði hún allt lagið

Stórt knús á ykkur öll

Kveðja úr Brúnagerðinu

Kristín (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband