Þriðjudagur, 27. nóvember 2007
Jólin á næsta leyti...
27 dagar til jóla!
Hvert fara dagarnir eiginlega??? Tíminn flýgur bara..
Ég er samt í ágætis málum held ég..
Búin að baka Sörur, jólakjóllinn kominn á stelpuna og skórnir á leiðinni.. Búin að panta jólakortin.. Gjafirnar langt komnar.. Laufabrauðið klárt.. Hreingerningin... Ja.. Þegar maður vinnur við að þrífa þá er það ekki efst á lista heima við.. En ég á samt bara eftir baðið og eldhúsið, og svo bara fínisera smá..
Svo förum við bráðum að skreyta, það á að setja á svalirnar í blokkinni um helgina.. Svo kemur þetta bara í róleg heitum vonandi.. Fyrsta skiptið núna sem Bóbi er heima í jólaundirbúningnum...
Það var smá húsmæðraorlofsdagur hjá mér í dag.. Bóbi fór til Akureyrar og tók Aðalbjörgu með sér.. Auðvitað datt mér ekki í hug að fara að þrífa eða gera eitthvað af viti á meðan, nota tímann.. Nei, Anita lá í leti og gerði nánast ekkert. Bara dekursíðdegi hjá mér.
Samt venst ég því aldrei að vera EIN heima.. Kann ekki að vera barnlaus. Finnst ég hálfpartinn vera að svíkjast undan, að ég ætti að vera að gera eitthvað..
Svo voru hjónakornin Marzenna og Svenni að bjóða okkur í mat í kvöld, þannig að ég þarf ekki heldur að elda!! BARA lúxus..
Jæja, ég sem hafði ekkert að segja þegar ég byrjaði, skammaðist mín bara fyrir svona þunglyndisfyrirsögn sem var .
Bless í bili dúllurnar..
Athugasemdir
Gaman að sjá að þú ert byrjuð að blogga - rakst á linkinn á síðunni hjá Nínu og hika náttúrulega ekki við að kvitta fyrir komunni!
Þykir þú ótrúlega öflug í jólaundirbúningnum og vildi að ég væri í sömu sporum. Eins og undanfarin ár verður allt gert á síðustu stundu þegar prófin eru búin og svo bara krossaðir fingur og vonast til að engar jólagjafir gleymist
Góða skemmtun í skreytingunum og þeim undirbúningi sem eftir er, sjáumst við svo ekki heima um jólin??
Kv. Gulla
Gulla (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.