Fimmtudagur, 27. desember 2007
Gleðilega hátíð!
Vonandi áttu allir jafn ljúf jól og við hérna í G4. Mamma og Albert voru hjá okkur og við borðuðum auðvitað rjúpur sem Albert græjaði með snilld. Hann er alveg ótrúlegur kokkur, og gaman að sjá hvað hann hefur gaman af því að elda og leggur mikinn metnað í eldamennskuna.. :) Það var bara öllum skipað að fara út á meðan, hann vildi sko fá frið til að einbeita sér ;) Svo komu Stína og Telma í smá jóladagskaffi og Telma fór svo með pabba sínum og ömmu til Þórshafnar.
Á Aðfangadag fóru Bóbi og Aðalbjörg í jólagrautinn í sveitinni, ég var að vinna... Aðalbjörg fékk möndluna aftur í ár ;) En hún fékk hana í fyrra líka..
Á jóladag var síðan farið í jólakaffi í sveitinni, og komum við, við í Núpum líka.
Annan í jólum var síðan jólaboð á hólnum, hamborgarhryggur að hætti Birnu og Bóba.
Svo á morgun verður haldið uppá afmælið hennar Aðalbjargar, barnaafmæli.. En á sjálfan afmælisdaginn(29.) verður fullorðins kaffi..
Svo þann 30. er okkur boðið í skírn hjá "Rexínu Pólínu".. Og svo er afmæli hjá Öddu um kvöldið.. Og áramótin verðum við einmitt þar líka..
Brjálaðar veislur öll jólin semsagt.. Nú þegar búin að éta á mig gat, veit ekki hvar þetta endar..
En jólin voru ljúf, áramótin eftir og stefnir bara í góð áramót líka held ég...
Í kvöld ætla ég að vera sófaklessa, og finna mér eitthvað gott NAMMI, af því að maður fær nú aldrei nóg af nammi... Ég er í fríi á morgun! Bökunardagur! (jólagjöfin frá sjúkrahúsinu, frídagur)..
Bless í bili..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.