Sunnudagur, 13. janúar 2008
Happy new year!
Já , þetta jólaslen ætlar eitthvað seint úr manni.. Er núna með flensupest ofan í það, og búin að vera með hana í um viku. Vona að þetta fari nú að taka enda, svo að maður geti farið að gera eitthvað af viti heima hjá sér..
Það er semsagt búið að skíra hjá Marzennu og Svenna, og fékk prinsessan nafnið "Sandra María".
Bóbi náði að handarbrjóta sig í boltanum og er í gifsi þangað til eftir viku, en þá er ætlunin að taka það af. Hann á reyndar að fara í myndatöku á þriðjudaginn og svo á að sjá til..
Aðalbjörg varð 4 ára og stóð við loforðið sem hún gaf, hún hætti með dudduna. Og bíður nú spennt eftir að missa fyrstu tönnina ;) Tannsi sagði í síðustu heimsókn til hans að hún myndi sennilega missa hana þegar hún færi í skóla... En Aðalbjörg heldur að það fari bara alveg að koma að þessu..
Jæja, stutt blogg en þó eitthvað..
Ætla að fara að huga að hryggnum og gera sósu...
Yfir og út..
Anita hornös.
Athugasemdir
Hæhæ
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt!!
Til hamingju með Sætasta hundinn á Húsavík og þó víðar væri leitað. Nú dauðlangar mig í svona hvolp!!!!!! Spurning hvernig prinsessunni litist á það???
Kveðja úr Brúnagerði
Kristín (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.