Nýr fjölskyldumeðlimur sem segir voff!

Jæja...

Ég lét verða af því! Ég fékk mér hvolp. Bóbi er enn að ná því ;) Hann ætlaði ekki að trúa því að ég myndi láta verða af því þegar hann var búinn að segja nei við því...  En hann er fljótur að gleyma.. Hvernig var með vélina...???Devil  Það eru fáir sem vita ekki hvernig það var þannig að ég þarf ekkert að útskýra það hér..

En ég fékk leyfi í blokkinni, og nágrannarnir eru bara svölustu nágrannar í heimi* Og eru bara að koma og skoða hann..  Þannig að ég á hund sem heitir Moli, hann reyndar hét það þegar við/ég fékk hann og hlýðir því og þá er ég ekkert að breyta því..   Hann er voða ljúfur greyjið, mikill kúrari..  En geltir ef einhver vogar sér inná hans heimili... ;)  Auðvitað passar maður sitt svæði! 

Núna erum við heima, Aðalbjörg er lasin.. Einhver kvef/hitapest.

En ætlaði bara að leyfa ykkur að fylgjast með.. Cool

Kv. úr hasarnum í G4.

*Moli*

*Moli*

 


Athugasemdir

1 identicon

ó mæ ó mæ Aníta,, þú kannt að koma manni á óvart..:)

Ég hef heyrt að það sé jafn mikið mál að eiga hund og barn,,þér hefur ekkert dottið í hug að fjölga þér bara meira..:)

Bestu kveðjur frá EGs....

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 12:54

2 identicon

Innilega til hamingju með voffa hann er æði:) Birgitta mín er líka heima ,með hita og kvef. Ég væri alveg til í að koma á dansnámskeið hjá Aðalbjörgu:):) Hún er æði.

Kær kveðja

Gyða og Birgitta

Gyða Hrund (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 14:58

3 identicon

Takk fyrir kvittið stelpur :)

Lilja, þú og mamma þín eruð bara í kór með þetta barnatal við mig.. Hundur og barn er ekki svipað og börnin koma ekki eftir pöntun skal ég segja þér... :)

Gyða, viltu knúsa Birgittu extra mikið frá okkur.. Við förum suður um páskana í fermingu, kannski stelpurnar geti hisst þá... Væri gaman. :)

Ég sjálf.. (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 15:44

4 identicon

Bíddu bíddu þetta með vélina hefur farið framhjá mér!!!!!!!!!

kíkjum á ykkur þegar þið hressist

Kristín (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 17:18

5 identicon

Já það væri gaman fyrir þær að hittast verðum bara í bandi

kv

Gyða

Gyða Hrund (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 20:00

6 identicon

Já er múttan mín að nöldra í þér líka,,,hehe:) Nei kannski er ekki eins að eiga barn og hund,,, ég hef prófað að eiga hund og svo prófa ég að eiga barn í sumar og þá skal ég meta þetta uppá nýtt..:)

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband