Laugardagur, 9. febrúar 2008
Aðeins undir veðrinu...
Já, þetta er búinn að vera einn af "þessum" dögum.. Einhvern vegin allt ómögulegt.
Og þegar maður er að reyna að peppa sjálfan sig upp og líta á björtu hliðarnar þá brestur það líka.
Svo vorum við að spá í að eyða helginni í bústaðnum, en það klikkaði líka.. Og mig var farið að hlakka til að komast í sveitina, fara í pottinn og hafa kósý...
Aðalbjörg kom heim í brjáluðu skapi í dag, "strákarnir voru að reyna að kyssa mig!" Vá, hvað ég var ekki undirbúin þessari setningu... Verð að segja það. Hún er 4 ára! Svo sagði hún að Erik væri kærastinn sinn "hann reynir sko ekki að kyssa mig!" Verð að segja það að mamman var alveg pottþétt ekki í þessum sömu vandræðum 4 ára gömul
. Mamman var strákastelpa, aldrei gelgja og óð drulluna uppí mitti
..
Jæja, held að ég fari barasta uppí holuna mína. Íþróttaskóli í fyrramálið, Það má EKKI klikka!
Góða nótt elskurnar*
Athugasemdir
Hehe kannast við þetta!! Thelma kom heim einhvern tíman í nóvember og tilkynnti mér að hún ætti tvo kærasta!!! nú á hún enn tvo en ekki þá sömu og í nóvember!!! Þær eru voða mikið að flýta sér Daníel er ekki enn farinn að spá í stelpum finnst þær flestar leiðinlegar.....
Kveðja Kristín
er nú að verða sleipari í reikningsdæmunum hér að ofan!!
Kristín (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.