Aðeins undir veðrinu...

42738826qOwlAV_ph 

Já, þetta er búinn að vera einn af "þessum" dögum.. Einhvern vegin allt ómögulegt.

Og þegar maður er að reyna að peppa sjálfan sig upp og líta á björtu hliðarnar þá brestur það líka.

Svo vorum við að spá í að eyða helginni í bústaðnum, en það klikkaði líka..  Og mig var farið að hlakka til að komast í sveitina, fara í pottinn og hafa kósý...

Aðalbjörg kom heim í brjáluðu skapi í dag, "strákarnir voru að reyna að kyssa mig!" Vá, hvað ég var ekki undirbúin þessari setningu... Verð að segja það. Hún er 4 ára! Svo sagði hún að Erik væri kærastinn sinn "hann reynir sko ekki að kyssa mig!" Blush  Verð að segja það að mamman var alveg pottþétt ekki í þessum sömu vandræðum 4 ára gömul Cool. Mamman var strákastelpa, aldrei gelgja og óð drulluna uppí mitti Whistling..

Jæja, held að ég fari barasta uppí holuna mína. Íþróttaskóli í fyrramálið, Það má EKKI klikka!

Góða nótt elskurnar*


Athugasemdir

1 identicon

Hehe kannast við þetta!! Thelma kom heim einhvern tíman í nóvember og tilkynnti mér að hún ætti tvo kærasta!!! nú á hún enn tvo en ekki þá sömu og í nóvember!!! Þær eru voða mikið að flýta sér Daníel er ekki enn farinn að spá í stelpum finnst þær flestar leiðinlegar.....

Kveðja Kristín

er nú að verða sleipari í reikningsdæmunum hér að ofan!!

Kristín (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband