*Stelpudagurinn*

Það var góður dagurinn í gær, heldur betur..  Bóbi færði okkur mæðgum sinnhvorn vöndinn og svo annan í vasa saman..

Svo fengum við sinnhvorn vöndinn frá pabba.. :)    Ekkert smá heppnar að eiga svona góða kalla að :)

Svo bakaði maðurinn, köku og bauð mömmu sinni og ömmu í kaffi til okkar. Það var veisla í lagi*

Í kvöldmatinn fengum við mæðgur svo bláberjalambalundir a'la Bóbi. Hrikalega gott! Þetta var æði.

Mikið á ég góðan mann, ég get stundum verið svo vanþakklát fyrir það. Og hann ætti að fá Fálkaorðuna fyrir að standa enn við hlið mér og að ætla svo að giftast mér í sumar ;) Langbestur, flottastur og er ástin MÍN*

 

Annars er allt gott að frétta, við fórum í skírn á Akureyri á laugard. til Hilmars og Ólafar, og fékk prinsessan þeirra nafnið Hilma Dís. Flott.

Simmi, Kiddý og Fannar komu síðan í pizzueurovisionpartý um kvöldið og Dana og Andri kíktu svo.

Okkur var boðið í dýrindis mat til Heiðrúnu og Frilla á fös.

Semsagt bara góð helgi að baki.

Later...

 


Athugasemdir

1 identicon

Það er naumast..;) Takk fyrir kvöldið..verðum að fara að gera þetta oftar:)

Hafðu það gott...Kv. Heiðrún;*

Heiðrún (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband