Föstudagur, 29. febrúar 2008
Flensa.is
Kvef, slen og slappleiki..
Þetta þrennt er búið að einkenna síðustu viku á þessu heimili og erum við alveg búin að fá nóg!
Bóbi byrjaði svo Aðalbjörg, svo hresstist Aðalbjörg en fékk aftur pest og þá ég líka... Þetta er komið gott!
Ég þoli ekki að vera lasin, kann það ekki. Verð það ekki oft en þegar ég verð það þá tek ég það "með stæl".. Og það á ekki vel við mig að hanga heima, verð að hafa eitthvað fyrir stafni og svo þegar maður ræðst í eitthvað, bara að setja í þvottavél kannski, þá er maður alveg búinn á því! Gæti brjálast!
Væri kannski í lagi ef við hefðum náð að vera öll veik á sama tíma og getað hlúð að hvort öðru, haft kósývideo og poppað... En..
Jæja, ætli það fari ekki að líða að því að Bóbi fari á sjóinn, kannski þeir nái tveimur vikum... Þetta er að verða frekar sorglegt eitthvað.. Þetta fer ekki að borga sig.. En einhver sagði " í blíðu og stríðu.." Þannig að ef að hann vil bíða eftir loðnu og síld þá gerir hann það.. Væri fínt ef hann kæmist bara í almennilegt pláss og færi í kerfi, þá væri hægt að plana eitthvað fram í tímann, sumarfrí og annað. Myndum vita hvenær hann yrði heima og hvenær hann færi á sjó.
En ég ætla nú ekki að fara að missa mig eina ferðina enn í þessu!
Yfir og út..
Og ef einhvern langar í flensu, og leiðist..
Alveg endilega kíkja í kaffi .
Smá til að lífga uppá þunglyndisfærsluna hjá mér..
Þetta er semsagt Óli frændi að "þreifa sig áfram í lífinu"...
(Fengið "að láni" hjá Gullu fermingarsystur :) )
Athugasemdir
Hæhæ
Flensa.is hér lika!!! Er að kafna úr kvefi og hálsbólgu!! Voða erum við samfó þessa dagana!!hehe
Kveðja af ofan
Kristín (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 23:08
Flensa? vitið þið ekki að alkahól drepur sýkla?
Nína Sæm (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 12:12
Ég veit ekki með Kristínu, en allavega á mínu heimili fer lítið fyrir svoleiðis.. Veit varla hvað það er lengur..
Held ég sé bara að "fullorðnast" svei mér þá... Búin með þennan kafla..
Ég sjálf.. (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.