Þriðjudagur, 4. mars 2008
Hvað finnst ykkur???
Ég hef aðeins verið að velta því fyrir mér hvort að maður eigi eitthvað að vera að halda uppá það að maður sé að verða "gamalmenni"...
Ég sjálf er ekki mikil partýmanneskja einsog þig vitið flest ..
Það heillar líka að stinga bara af með manninum og hafa það kósý saman..
Veit ekkert hvað ég á að gera.. eða hvað mig langar að gera..
Hvað finnst ykkur?
Kv.
Anita grasekkja*
Athugasemdir
Hæhæ!
Til hamingju með að vera orðin grasekkja!! Ég er líka!!! Ég er sammála því að stinga af!!! Búin að panta sumarbústað 14. mai og ætla að stinga af með kallinum ein tvær nætur og fá svo ormana til okkar tvær nætur!!! Ekkert partýstand!!
Þarf að fara að líta á þig
kveðja Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 17:24
Ég held að galdurinn sé að gera akkúrat það sem þig langar mest til að gera, hvort sem það er að vera ein í bústað með kallinum eða halda brjálað partý eða fá fjölskyldu og vini í rólegt kaffiboð og spjall. Hafa þetta þannig að þegar þú hugsar til baka þá verði það fyrsta sem þér dettur í hug hvað það hafi verið gaman að verða þrítug (ég trúi því ekki að við séum að verða svona gamlar!!!). Ég er hins vegar búin að ákveða að fagna gamalmenninu í mér með stæl og hafa partý fyrir allt fólkið sem mér finnst skemmtilegt. Ykkur rólegheitaskvísunum þarna fyrir norðan er meira en velkomið að slást í hópinn
kv. Gulla
Gulla (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 17:37
Ohhh Gulla væri alveg til í smá partý með þér!!!! Verst að ég verð ekki á ferðinni um páskana, átt þú ekki afmæli 19.??
Kveðja Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 19:59
Hún á afmæli 19 apríl sama dag og tengdapabbi ..
Páskarnir eru í mars Kristín mín..
Kannski við skellum okkur bara, sýnum okkur og sjáum aðra.. Aldrei að vita Gulla, láttu okkur bara vita hvar partýið er. Förum í HÚSMÆÐRAORLOF!
Ég sjálf.. (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 20:08
Jú, Anita er með afmælisdaginn á hreinu Ekki spurning um að drífa sig í húsmæðraorlof - afmælið lendir einmitt á helgi þannig að það er engin afsökun fyrir því að mæta ekki
Gulla (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 13:29
Hehe ég er með alzheimer light þessa dagana!! Mundi alveg að Gulla ætti afmæli 19. apríl því Heimir á afmæli 18.!!!!! Er bara vön að hafa páskana í apríl asnalegt að hafa þá svona snemma.
kveðja
Kristín (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 16:30
ammli?? ég á ekki ammli nema 3ja hvert ár..
En já partý hjá Gullu og Anitu og Kristínu og og og ...
uff mér sýnist næsti tugur byrja á þvinku
Nína (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 17:11
Mætið þið, Gulla og Nína ef það verður partý hjá mér???
Ég sjálf.. (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 17:26
Ef ég fæ formlegt boð þá eru meiri líkur en minni á því að ég renni á H-víkina og myndi þá að sjálfsögðu kippa Nínu með - hvort sem henni líkar betur eða verr Gæti verið ágætt að kanna hvort ekki gangi betur við ritgerðarskrifin sé maður þunnur!
Gulla (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 19:19
það vill nú svo vel til að ég verð líkast til á þessum slóðum um þetta leiti eða í byrjun apríl með ítalska þáttagerðarmenn að mynda drullu í Bjarnarflagi...
Nína (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 19:27
Þið þurfið nú ekkert formlegt boð stelpur, eruð alltaf velkomnar.. Það er nú ekki það langt á milli okkar, mætti samt stundum halda það... Alveg himinn og höf!
Ég ætla að halda eitthvað uppá þennan merka viðburð! Hvernig veit ég ekki alveg ennþá... Djamm og djús kannski..
I'll keep you posted! (Er annars á leiðinni í dýrðina og dásemdina og svo suður eftir helgi!)
Ég sjálf.. (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.