Mánudagur, 17. mars 2008
*Gleðilega páska*
Yndisleg helgi að baki. Skrapp til mömmu, alltaf gott að komast í dýrðina og dásemdina.
Aðalbjörg hitti afa sinn líka, fór með honum útá sand og að gefa hestunum.. Rosa sport að fá að sitja frammí hjá afa.. Mamman spurði hvort að löggan hefði ekkert sagt!!? En sú stutta var fljót að svara og sagði þá að það væri bara ekkert sæti afturí!
Moli fór auðvitað með og var bara alsæll með ferðalagið, fékk ís hjá ömmu og góðgæti sem annars er bannað heima! Komum svo við, við í Afahúsi og þar fékk hann ost hjá afalang og ekki ónýtt það!
Og svo erum við að fara suður á morgun og að sjálfsögðu er búið að panta tíma í lagningu fyrir gæjann, bara dekur hjá þessum voffa..
Við stoppum stutt, erum að fara í fermingu hjá frænda Bóba á Skírdag og komum svo heim á Fös. langa. Var líka kannski að gæla við að rekast á flotta kjóla, brúðarkjóla jafnvel..
Jæja, ætlum að fara að klæða okkur! Smá náttfataleti í gangi í dag, ekki alltaf sem það má á mánudegi..
Bless í bili..
Athugasemdir
Ég panta kaffibolla
Nína (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 11:34
Gleðilega páska vinan..og þið öll;) að er ekkert smá dekur sem moli fær..
Vonandi hafið þið haft það gott í borginni..fannstu einhverja flotta kjóla?
En á að gera eitthvað annaðkvöld (sun)? kíkja kannski á ball?
Láttu þá heyra í þér;)
Sjáumst..Heiðrún
Heiðrún (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 16:55
Ég komst ekki í kjólaleiðangurinn... Verð bara að gera mér ferð suður einn góðan veðurdag . Ég er að vinna á annan í páskum þannig að ég fer ekki á ball... En þið eruð velkomin í kaffi á morgun ef viljið ..
Ég sjálf.. (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 21:06
hæhæ!
við eigum líka eftir að skreppa á eyrina
láttu mig vita hvenær hentar og ég er klár!!!!!!!!!!!!!
kveðja af ofan
Kristín (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 11:53
Til hamingju með daginn skvís Vona að fullorðinsflokkurinn hafi tekið vel á móti þér og að þú hafir átt góðan afmælisdag með dekri og öllu tilheyrandi.
Kveðja úr Reykjavíkinni fyrir sunnan
Gulla
Gulla (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.