Kallinn.

Maður hefur hlýtt á ófáar sögurnar hjá þeim gamla, og flestar enda á því að "þessir trollarar séu búnir að eyðileggja veiðarnar".  Þetta er alveg rétt hjá honum.

Þegar við Bóbi Jr. kynntumst fyrir um 8 árum, þá var hann meira á sjó með afa sínum á síld eða loðnu, en heima hjá sér. En núna er þetta meira svona að skreppa á síld og skreppa á loðnu.

Og hverjum má kenna um?

Sá gamli er flottur, ég fékk að fara eina ferð með frá Akureyri til Eyja að skila bátnum fyrir frí. Ekki fékk kvenmaður að fara með nema í svoleiðis ferð, boðar einhverja ógæfu víst... :) Ég fékk að sjá hreinsikast. Og að sjá hann í brúnni er bara snilld. Hann er einsog heima hjá sér. Hann var eitthvað að reyna að kenna mér á stjórntækin, sem ég reyndar skildi hvorki upp né niður í... ;)   Held hann hafi líka bara verið að reyna að láta mig gleyma sjóveikinni sem var að angra mig annað slagið... ;)

Þess má geta að hann var heiðraður á sjómannadaginn í Vestmannaeyjum. Finnst reyndar alveg ótrúlegt að hann skuli enn ekki hafa verið heiðraður í sínum heimabæ, Húsavík!

En ég ætla nú ekki að fara að missa mig hérna útaf því! ;)

Flott skip, og flottur háseti á því líka ;)

Sigurður VE 15


mbl.is Fyrsti síldarfarmurinn á Þórshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

Hamingjuóskir með kallinn* reikna með hann hann verði með kaffi og kleinur þegar hann kemur heim:p ég tékka allavega á því nágrannar;)

Dana Ruth (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: Anita Hólm

Takk fyrir Dana mín.

Já hvernig væri að hann myndi barasta halda uppá afmælið sitt svona uppá grínið.. Hann hefur ekki gert það lengi. En hann er aftur á móti alltaf að halda uppá MITT afmæli :) 

Kominn tími til að ég fari að gera eitthvað í þessu held ég bara!

Það finnst engin Síld, allir að gefast upp bara.. :(

Þannig að það verður bara ammali þegar hann kemur heim..

Anita Hólm, 16.6.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband