Mánudagur, 16. júní 2008
Til lukku..
Með afmælið Bóbi minn***
Kannski við höldum bara uppá það þegar þú kemur heim.
Það finnst engin síld, þannig að hvur veit. Kannski verðuru kominn heim fyrr en varir.
En engin Síld, þýðir.. enginn........ Vil ekki segja það einu sinni, er svo miður mín.
Annars er ég að reyna að finna mér kjól! Er eiginlega bara komin á þá rásina núna að leigja mér bara kjól. Já, æji ég get ekkert geymt hann neins staðar á öruggum stað svo að hann skemmist ekki.
Ég vil ekki hvítan. Og það eru örugglega bara til hvítir kjólar á Ak. Ég er nógu hvít fyrir að ég fari nú ekki að gera mig ósýnilega líka.. Og það á sjálfan brúðkaupsd. Og einsog flestir sem þekkja mig vita þá er það ekkert alveg uppáhalds að máta föt! Er engin fatafrík ;) En skófrík er ég og viðurkenni það fúslega:)
En við erum ekkert komin á fullt sko... Ég bíð eftir að Bóbi komi heim, þetta er jú OKKAR dagur :)
Aðalbjörg er komin til Þórshafnar, fór þangað með ömmu Siggu í morgun. Og var svo spennt þegar hún vaknaði í morgun, borðaði ekki morgunmat fyrir spenningi.. "Jú,mamma þú getur alveg verið ein. Þú ert nebblega fullorðin". Þá vitum við það gott fólk, við getum alveg verið ein af því að við erum fullorðin. En mamman er ekki endilega sammála þessu með að geta verið ein! Við erum ekkert að tala um 1 eða 2 daga sko... Heldur HEILA VIKU!
Þess vegna fann ég líka tíma til að blogga smá, til að kannski reyna að hugsa um eitthvað annað... En það gekk svo vel að ég fór bara að blogga um það að ég væri ein!
Jæja, ætla að hætta þessu. En allir verða að vera til með kaffi á könnuni því að ég get örugglega ekki verið heima hjá mér of lengi í einu... Og gæti birst á þrepinu hjá ykkur... ;)
Bæjó í bili*
Athugasemdir
littla rassgat! Þú ert aldrei ein ég er alltaf hjá þér...
En hvað segirðu með þessa mærudaga, á ég að mæta eða á ég að mæta?
Nína Björg (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 10:29
Takk Nína mín*
Þú mátt sko alveg mæta til mín núna... Vantar Nínu mína...
Annars er ekki spurning með Mærudagana, veit ekki alveg samt hvort að ég verði heima... En við verðum bara í bandi með það... Haggi?
Anita Hólm, 19.6.2008 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.