Miðvikudagur, 18. júní 2008
Möguleiki á að fá þetta með ísl. texta líka???
Það semsagt fannst einhverjum nauðsynlegt að búa til sérstakt kennslumyndband um það hvernig á að keyra á Íslandi.
Kannski engin furða, einsog vegirnir eru sumsstaðar, einbreiðir og einbreiðar brýr. Fólk farandi á öfugum vegarhelming yfir blindhæðir. Og framúr á blindhæðum.
Ég er úr sveitinni, bara malarvegir þegar ég lærði að keyra og einbreiðar brýr.. Fólki í dag finnst bara sjálfsagt að það sé malbik allsstaðar. Erlendir ferðamenn, gera sér kannski enga grein fyrir því hvað þetta er, einbreiður malavegur..
En þetta er mikið að lagast, samt ekki alls óþekkt, malarvegur og einbreið brú.
Þurfum að taka okkur á í utanbæjarkeyrslu! Ætti bara að gera þetta myndband með ísl. texta líka og senda 10. bekkinga heim þetta og sýna fjölsk. og ættingjum..
Yfir og út..
Anita í predikunarstólnum.
Athugasemdir
iss piss það er ekkert mál að keyra. Reyndar eru malarvegir á Ítalíunni mun hættulegri og einbreiðari en hér heima, það er samt ekkert samasem merki milli þess og að þeir kunni að keyra. Því ítalir kunna bara eitt þegar það kemur að bílum og það er að leggja
Nína Björg (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.