Mánudagur, 14. júlí 2008
Sumarfríið nálgast!!!
Jæja, þá er síðasta vinnuvikan hafin. Þarf reyndar að vinna næsta mánud. líka en ég fer létt með það!
Helgin var bara ljúf, mottóið var samt að borða sem mest! Við + Gísli fórum í bústaðinn á laugardeginum og Simmi og Fjölsk. komu síðan um kvöldmatarleytið. Grilluðum við læri og með því, mikið með því.. Svo var farið rúnt í Ásbyrgi, en þar var svokallað Ásbyrgismót í gangi. Gengum þar smá hring. Fórum síðan heim í bústað í desertinn hennar Kiddýar, rjómabombu og vöfflur a'la Simmi. Bara snilld. Fórum södd og sæl að sofa um 3 og þá voru krakkarnir líka rétt sofnaðir, eftir að hafa fengið grillaða sykurpúða ..
Á sunnudeginum vaknaði liðið og fór beint í pottinn, rétt fyrir hádegi. í Hádeginu voru svo grillaðir "skítugir" hambó og pylsur og nokkrar sneiðar frá því um kvöldið.. Eftir það fengum við okkur göngu í Lund. Og þegar við komum til baka voru steiktar amerískar pönnsur og höfðum sýróp með og rjómabombuna líka..
Semsagt við vorum í bústaðnum að borða. Við viljum meina að við höfum verið að hita upp fyrir bústaðaferðina okkar í Ágúst, suður í Grímsnes.. En þar á víst að vera etið mikið og mikið..
Ég sem var að byrja í gönguátaki, spurning um að byrja eftir ferðina..
Næstu helgi er svo stefnt á útilegu, enda nýbúin að fjárfesta í 3 herbergja tjaldi með forstofu.. Aðalbjörg vildi tjald með eldhúsi, en sætti sig við forstofuna..
Mamman keypti líka veiðikort, þannig að það verður farið í stangveiði líka.. Pabbinn er eitthvað að hóta að taka netið með, en mamman segir lítið fútt í því!
Svo eru það bara Mærudagarnir, Birgitta ætlar að koma til okkar í heimsókn, og Aðalbjörg er alveg með prógram fyrir þær að gera víst. Hlakkar svo til og telur dagana..
Nína mín kemur til mín, þannig að það verður BARA gaman hjá okkur í G4.
Við erum víst í Græna hverfinu á Mærudögunum, og því á að fara á morgun og kaupa boli á liðið og svo verðum við líka að skreyta hjá okkur!! Aðalbjörg og Birgitta verða án efa góðar í því .
Jæja ætli þetta sé ekki bara komið gott í bili, ég blogg líklega næst bara til að láta vita hvernig þetta heppnaðst allt saman...
Yfir og út.
Athugasemdir
já já sé að ég verð að fara að föndra karmellur og sleikjóa.. ekkert smá flott;)
Er einmitt ekki sú besta í að föndra en vona að þetta hafist hjá mér;) hehe.. spurning reyndar hvar ég ætla að finna mér ´tima í þetta þar sem maður verður að flytja inn þessa vikuna... vúhú loksins erum við að koma í G4;)
Dana Ruth (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.