Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 12. október 2008
Kveikjum kertaljós...
Og minnumst þess hvað við eigum.
Hvað við erum heppin að eiga fjölskyldu.
Hvað við erum heppin að eiga vini.
Við fáum líf að láni og það er ekki okkar að fara illa með það.
Hlúum að hvort öðru, hugsum vel um hvort annað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. september 2008
*Bless, bless*
Já..
Ég er að hugsa um að hætta þessu í bili..
Finn einhvern veginn ekki bloggandann koma yfir mig eftir sumarið..
Þakka ykkur sem lásuð samt fyrir kvittin og kommentin.
Yfir og út..
Ykkar Anitutetur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 14. júlí 2008
Sumarfríið nálgast!!!
Jæja, þá er síðasta vinnuvikan hafin. Þarf reyndar að vinna næsta mánud. líka en ég fer létt með það!
Helgin var bara ljúf, mottóið var samt að borða sem mest! Við + Gísli fórum í bústaðinn á laugardeginum og Simmi og Fjölsk. komu síðan um kvöldmatarleytið. Grilluðum við læri og með því, mikið með því.. Svo var farið rúnt í Ásbyrgi, en þar var svokallað Ásbyrgismót í gangi. Gengum þar smá hring. Fórum síðan heim í bústað í desertinn hennar Kiddýar, rjómabombu og vöfflur a'la Simmi. Bara snilld. Fórum södd og sæl að sofa um 3 og þá voru krakkarnir líka rétt sofnaðir, eftir að hafa fengið grillaða sykurpúða ..
Á sunnudeginum vaknaði liðið og fór beint í pottinn, rétt fyrir hádegi. í Hádeginu voru svo grillaðir "skítugir" hambó og pylsur og nokkrar sneiðar frá því um kvöldið.. Eftir það fengum við okkur göngu í Lund. Og þegar við komum til baka voru steiktar amerískar pönnsur og höfðum sýróp með og rjómabombuna líka..
Semsagt við vorum í bústaðnum að borða. Við viljum meina að við höfum verið að hita upp fyrir bústaðaferðina okkar í Ágúst, suður í Grímsnes.. En þar á víst að vera etið mikið og mikið..
Ég sem var að byrja í gönguátaki, spurning um að byrja eftir ferðina..
Næstu helgi er svo stefnt á útilegu, enda nýbúin að fjárfesta í 3 herbergja tjaldi með forstofu.. Aðalbjörg vildi tjald með eldhúsi, en sætti sig við forstofuna..
Mamman keypti líka veiðikort, þannig að það verður farið í stangveiði líka.. Pabbinn er eitthvað að hóta að taka netið með, en mamman segir lítið fútt í því!
Svo eru það bara Mærudagarnir, Birgitta ætlar að koma til okkar í heimsókn, og Aðalbjörg er alveg með prógram fyrir þær að gera víst. Hlakkar svo til og telur dagana..
Nína mín kemur til mín, þannig að það verður BARA gaman hjá okkur í G4.
Við erum víst í Græna hverfinu á Mærudögunum, og því á að fara á morgun og kaupa boli á liðið og svo verðum við líka að skreyta hjá okkur!! Aðalbjörg og Birgitta verða án efa góðar í því .
Jæja ætli þetta sé ekki bara komið gott í bili, ég blogg líklega næst bara til að láta vita hvernig þetta heppnaðst allt saman...
Yfir og út.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 28. júní 2008
*Væri sko alveg til í að eiga 1 stykki svona í eldhúsinu mínu*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Möguleiki á að fá þetta með ísl. texta líka???
Það semsagt fannst einhverjum nauðsynlegt að búa til sérstakt kennslumyndband um það hvernig á að keyra á Íslandi.
Kannski engin furða, einsog vegirnir eru sumsstaðar, einbreiðir og einbreiðar brýr. Fólk farandi á öfugum vegarhelming yfir blindhæðir. Og framúr á blindhæðum.
Ég er úr sveitinni, bara malarvegir þegar ég lærði að keyra og einbreiðar brýr.. Fólki í dag finnst bara sjálfsagt að það sé malbik allsstaðar. Erlendir ferðamenn, gera sér kannski enga grein fyrir því hvað þetta er, einbreiður malavegur..
En þetta er mikið að lagast, samt ekki alls óþekkt, malarvegur og einbreið brú.
Þurfum að taka okkur á í utanbæjarkeyrslu! Ætti bara að gera þetta myndband með ísl. texta líka og senda 10. bekkinga heim þetta og sýna fjölsk. og ættingjum..
Yfir og út..
Anita í predikunarstólnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 16. júní 2008
Til lukku..
Með afmælið Bóbi minn***
Kannski við höldum bara uppá það þegar þú kemur heim.
Það finnst engin síld, þannig að hvur veit. Kannski verðuru kominn heim fyrr en varir.
En engin Síld, þýðir.. enginn........ Vil ekki segja það einu sinni, er svo miður mín.
Annars er ég að reyna að finna mér kjól! Er eiginlega bara komin á þá rásina núna að leigja mér bara kjól. Já, æji ég get ekkert geymt hann neins staðar á öruggum stað svo að hann skemmist ekki.
Ég vil ekki hvítan. Og það eru örugglega bara til hvítir kjólar á Ak. Ég er nógu hvít fyrir að ég fari nú ekki að gera mig ósýnilega líka.. Og það á sjálfan brúðkaupsd. Og einsog flestir sem þekkja mig vita þá er það ekkert alveg uppáhalds að máta föt! Er engin fatafrík ;) En skófrík er ég og viðurkenni það fúslega:)
En við erum ekkert komin á fullt sko... Ég bíð eftir að Bóbi komi heim, þetta er jú OKKAR dagur :)
Aðalbjörg er komin til Þórshafnar, fór þangað með ömmu Siggu í morgun. Og var svo spennt þegar hún vaknaði í morgun, borðaði ekki morgunmat fyrir spenningi.. "Jú,mamma þú getur alveg verið ein. Þú ert nebblega fullorðin". Þá vitum við það gott fólk, við getum alveg verið ein af því að við erum fullorðin. En mamman er ekki endilega sammála þessu með að geta verið ein! Við erum ekkert að tala um 1 eða 2 daga sko... Heldur HEILA VIKU!
Þess vegna fann ég líka tíma til að blogga smá, til að kannski reyna að hugsa um eitthvað annað... En það gekk svo vel að ég fór bara að blogga um það að ég væri ein!
Jæja, ætla að hætta þessu. En allir verða að vera til með kaffi á könnuni því að ég get örugglega ekki verið heima hjá mér of lengi í einu... Og gæti birst á þrepinu hjá ykkur... ;)
Bæjó í bili*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 10. júní 2008
Kallinn.
Maður hefur hlýtt á ófáar sögurnar hjá þeim gamla, og flestar enda á því að "þessir trollarar séu búnir að eyðileggja veiðarnar". Þetta er alveg rétt hjá honum.
Þegar við Bóbi Jr. kynntumst fyrir um 8 árum, þá var hann meira á sjó með afa sínum á síld eða loðnu, en heima hjá sér. En núna er þetta meira svona að skreppa á síld og skreppa á loðnu.
Og hverjum má kenna um?
Sá gamli er flottur, ég fékk að fara eina ferð með frá Akureyri til Eyja að skila bátnum fyrir frí. Ekki fékk kvenmaður að fara með nema í svoleiðis ferð, boðar einhverja ógæfu víst... :) Ég fékk að sjá hreinsikast. Og að sjá hann í brúnni er bara snilld. Hann er einsog heima hjá sér. Hann var eitthvað að reyna að kenna mér á stjórntækin, sem ég reyndar skildi hvorki upp né niður í... ;) Held hann hafi líka bara verið að reyna að láta mig gleyma sjóveikinni sem var að angra mig annað slagið... ;)
Þess má geta að hann var heiðraður á sjómannadaginn í Vestmannaeyjum. Finnst reyndar alveg ótrúlegt að hann skuli enn ekki hafa verið heiðraður í sínum heimabæ, Húsavík!
En ég ætla nú ekki að fara að missa mig hérna útaf því! ;)
Flott skip, og flottur háseti á því líka ;)
Fyrsti síldarfarmurinn á Þórshöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 9. júní 2008
Ég elska þig svo heitt.. Að mig sundlar og verkjar...
Er það vittleysa í mér, kannski ekki svo góð mynd af kallinum.. En mér finnst hann vera farinn að láta á sjá. Vantar líka sólgleraugun, kannski er það bara það..
Mamma mín er samt að verða 55 og hún lítur betur út .
Er annars bara heima í dag með Aðalbjörgu, hún er búin að vera lasin um helgina. Og þar sem það er sundnámskeið hjá henni, þá ákvað ég að halda henni heima allavega í dag. Hún er hitalaus núna.
Sumarið byrjar bara vel hjá okkur mæðgum.. Amma Sigga hefur verið með annan fótinn hjá okkur, hún ætti nú bara að flytja til Húsavíkur til okkar.. :)
Bóbi er farinn á síldina, vika síðan.. Er samt á landleið núna með fullfermi, það fyrsta af mörgum vonandi..
Ætlum að fara í sumarbústað, í Grímsnesi (minnir mig), með Simma, Kiddý og Fannari Inga. Það verður stuð.
Birgitta kemur svo vonandi til okkar í heimsókn.. Aðalbjörg er allavega farin að plana dagskrá fyrir þær ;)
Jæja, datt í blogggírinn allt í einu, þetta var afraksturinn.
Bless í bili*
Bubbi Morthens gekk í það heilaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Gikkglaðir??
Deyfilyf ekki til í landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
In my daughter's eyes.. (Gæsahúð.is)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)