Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 31. mars 2008
Fékk húshjálp..
Í afmælisgjöf alltsvo frá bóndanum.. Þvílíkur munur..
Hún bara ryksugar og ég horfi á, eða geri bara eitthvað annað eða EKKI NEITT á meðan .. Þyrfti samt að finna nafn á hana.. Hún er svo dugleg greyið að ekki get ég bara kallað hana "ryksugu" og svo getur hún talað við mig líka! Kennir mér á sig.. Bara snilld.
Afmælisdagurinn var æði. Allt fólkið mitt hjá mér, bara yndi. Kvöldmatur fyrir fjölsk. og kaffi og tertur um kvöldið handa vinum og fjölsk. Og takk allir fyrir sms kveðjurnar! Sannir vinir, sem muna eftir mér, gömlu konunni sem er víst hálfnuð í sextugs aldurinn eftir því sem Simmi "vinur" minn sagði!
Jæja, þetta var stutt og laggott. Hef eitthvað lítið að segja núna...
Verður kannski meira næst!
*Góða nótt, sofið rótt, í alla nótt*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 17. mars 2008
*Gleðilega páska*
Yndisleg helgi að baki. Skrapp til mömmu, alltaf gott að komast í dýrðina og dásemdina.
Aðalbjörg hitti afa sinn líka, fór með honum útá sand og að gefa hestunum.. Rosa sport að fá að sitja frammí hjá afa.. Mamman spurði hvort að löggan hefði ekkert sagt!!? En sú stutta var fljót að svara og sagði þá að það væri bara ekkert sæti afturí!
Moli fór auðvitað með og var bara alsæll með ferðalagið, fékk ís hjá ömmu og góðgæti sem annars er bannað heima! Komum svo við, við í Afahúsi og þar fékk hann ost hjá afalang og ekki ónýtt það!
Og svo erum við að fara suður á morgun og að sjálfsögðu er búið að panta tíma í lagningu fyrir gæjann, bara dekur hjá þessum voffa..
Við stoppum stutt, erum að fara í fermingu hjá frænda Bóba á Skírdag og komum svo heim á Fös. langa. Var líka kannski að gæla við að rekast á flotta kjóla, brúðarkjóla jafnvel..
Jæja, ætlum að fara að klæða okkur! Smá náttfataleti í gangi í dag, ekki alltaf sem það má á mánudegi..
Bless í bili..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 4. mars 2008
Hvað finnst ykkur???
Ég hef aðeins verið að velta því fyrir mér hvort að maður eigi eitthvað að vera að halda uppá það að maður sé að verða "gamalmenni"...
Ég sjálf er ekki mikil partýmanneskja einsog þig vitið flest ..
Það heillar líka að stinga bara af með manninum og hafa það kósý saman..
Veit ekkert hvað ég á að gera.. eða hvað mig langar að gera..
Hvað finnst ykkur?
Kv.
Anita grasekkja*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 29. febrúar 2008
Flensa.is
Kvef, slen og slappleiki..
Þetta þrennt er búið að einkenna síðustu viku á þessu heimili og erum við alveg búin að fá nóg!
Bóbi byrjaði svo Aðalbjörg, svo hresstist Aðalbjörg en fékk aftur pest og þá ég líka... Þetta er komið gott!
Ég þoli ekki að vera lasin, kann það ekki. Verð það ekki oft en þegar ég verð það þá tek ég það "með stæl".. Og það á ekki vel við mig að hanga heima, verð að hafa eitthvað fyrir stafni og svo þegar maður ræðst í eitthvað, bara að setja í þvottavél kannski, þá er maður alveg búinn á því! Gæti brjálast!
Væri kannski í lagi ef við hefðum náð að vera öll veik á sama tíma og getað hlúð að hvort öðru, haft kósývideo og poppað... En..
Jæja, ætli það fari ekki að líða að því að Bóbi fari á sjóinn, kannski þeir nái tveimur vikum... Þetta er að verða frekar sorglegt eitthvað.. Þetta fer ekki að borga sig.. En einhver sagði " í blíðu og stríðu.." Þannig að ef að hann vil bíða eftir loðnu og síld þá gerir hann það.. Væri fínt ef hann kæmist bara í almennilegt pláss og færi í kerfi, þá væri hægt að plana eitthvað fram í tímann, sumarfrí og annað. Myndum vita hvenær hann yrði heima og hvenær hann færi á sjó.
En ég ætla nú ekki að fara að missa mig eina ferðina enn í þessu!
Yfir og út..
Og ef einhvern langar í flensu, og leiðist..
Alveg endilega kíkja í kaffi .
Smá til að lífga uppá þunglyndisfærsluna hjá mér..
Þetta er semsagt Óli frændi að "þreifa sig áfram í lífinu"...
(Fengið "að láni" hjá Gullu fermingarsystur :) )
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 25. febrúar 2008
*Stelpudagurinn*
Það var góður dagurinn í gær, heldur betur.. Bóbi færði okkur mæðgum sinnhvorn vöndinn og svo annan í vasa saman..
Svo fengum við sinnhvorn vöndinn frá pabba.. :) Ekkert smá heppnar að eiga svona góða kalla að :)
Svo bakaði maðurinn, köku og bauð mömmu sinni og ömmu í kaffi til okkar. Það var veisla í lagi*
Í kvöldmatinn fengum við mæðgur svo bláberjalambalundir a'la Bóbi. Hrikalega gott! Þetta var æði.
Mikið á ég góðan mann, ég get stundum verið svo vanþakklát fyrir það. Og hann ætti að fá Fálkaorðuna fyrir að standa enn við hlið mér og að ætla svo að giftast mér í sumar ;) Langbestur, flottastur og er ástin MÍN*
Annars er allt gott að frétta, við fórum í skírn á Akureyri á laugard. til Hilmars og Ólafar, og fékk prinsessan þeirra nafnið Hilma Dís. Flott.
Simmi, Kiddý og Fannar komu síðan í pizzueurovisionpartý um kvöldið og Dana og Andri kíktu svo.
Okkur var boðið í dýrindis mat til Heiðrúnu og Frilla á fös.
Semsagt bara góð helgi að baki.
Later...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
msn
Ég er semsagt, eða ég held að ég sé komin með msn.. Allavega eitthvað Live messenger..
Ef þið viljið, rugla í mér þá er það anita_holm@simnet.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
*Lítið rakkat*
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 17. febrúar 2008
Ólafur Moli
Jæja..
Moli hefur fengið nýtt nafn!
Það er nefnilega þannig að Fannar Ingi fór að kalla hann "Óla" og hann hlýðir því líka, jaxlinn . Stóð jafnvel til að breyta því alveg, en Aðalbjörg er ekki alveg að gúddera það svo að hundurinn heitir "Ólafur Moli" kallaður "Moli" .
Þessi helgi hefur eiginlega bara farið í útiveru og gaman. Margir göngutúrar og kíktum í heimsókn til Söndru Maríu, sem reyndar svaf úti í vagninum sínum þegar við komum.. Oo svo kíktum við til Öddu og Gísla.
Halla og Ásgeir komu við hjá okkur á laugardaginn, gaman að sjá þau..
Mamma kom á fimmtudaginn, og fór í dag. Gott að fá hana í heimsókn. Hún vildi taka Mola með sér heim en þá sagði Aðalbjörg hingað og ekki lengra! Hún mætti alveg klappa honum og passa hann en heim færi hún ekki með hann!
Jæja, "steikin" í ofninum, ætla að ná í hana!
Later!
Bloggar | Breytt 20.2.2008 kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Brjálæðislega fyndið! (ekki fyrir viðkvæmar sálir)
Draugadrjóli: Þú finnur hann koma út en það er enginn kúkur í klóinu þegar þú kíkir.
Hreinn skítur: Sá sem þú skítur og sérð í skálinni en það er ekkert á skeinipappírnum.
Eltikúkur: Þegar þú ert búin að kúka og búin að girða hálfa leið upp um þig og fattar að þú þarft að kúka meira.
Sprengja-æð-í-enninu hnulli: Sá sem þú þarft að hafa svo mikið fyrir að koma frá þér að þú færð næstum slag.
Dauðadrumbur: Svo ógeðslega stór að þú þorir ekki að sturta án þess að búta hann í sundur með blýanti.
Loftpressukúkur: Kemur með svo miklum látum að allir í kallfæri flissa.
Þynnkuskita: Kemur eftir fyllerí. Helsta einkenni hans eru bremsuförin í skálinni.
Maískúkur: Skýrir sig sjálfur.
Ohh-ég-vildi-að-ég-gæti-kúkað kúkur: Þú þarft að kúka en situr bara á dollunni og fretar.
Mænustunguskítur: Þessi er svo brjálæðislega sársaukafullur að þú ert viss um að hann er á leiðinni út þversum.
Rasskinnableytuþrumari (Orkuþrumari): Fer út á svo miklum hraða að afturendinn á þér rennbleytist af klósettvatni.
Fljótandi drulla: Gulbrúnn vökvi frussast út um alla skál og jafnvel útá rasskinnar í leiðinni . Hér kæmi þvottapoki sér betur en skeinipappír.
Háklassakúkur: Kúkur sem lyktar ekki.
Óvæntur kúkur: Þú ert ekki einu sinni á klóinu því þú hélst að þú þyrftir bara að prumpa en... úps, sparð. (þessa gerð vil ég kalla "frúk (þú ætlar að FReta en það kemur óvart kÚKur)
Slórskítur: Kúkurinn losnar ekki frá rassgatinu á þér þó þú sért búin að kúka fyrr en þú hristir þig vel.
Atómsprengja: Þig svíður undan þessum á leiðinni út og svíður enn í marga klukkutíma á eftir.
Skopparakúkur: Hörð spörð sem fara eins og skopparaboltar um alla skálina (kosturinn er að þarf lítið að skeina)
Mikilmennskukúkur: þú rembist og rembist og svo kemur eitt pínulítið lambasparð.
Íþróttaálfurinn: kemur ca. klukkutíma eftir leikfimina.
Klippikúkur: sem er svo langur að þú þarft að kúka - klippa - kúka - klippa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)