Færsluflokkur: Bloggar

Hvað lífið getur verið erfitt, en samt gott..

Sæl verið þið..

Það var stutt líf litla félagans sem við fengum fyrir rúmum mánuði síðan.. Rómeó hét hann og var kisinn okkar.. Hann veiktist greyjið, og það var ekkert hægt að gera fyrir hann..  Hann fékk sjaldæfan sjúkdóm sem kallast "Fipp"...  En kannski gott að hann fékk hann núna, fyrst svo átti að fara en ekki eftir 1 og hálft ár, einsog gat orðið..  Þá er ég hrædd um að sorgin hefði orðið meiri, þótt hún hafi verið mikil...

Veðrið í dag er búið að vera viðbjóður. Aðalbjörg komst þó í íþróttaskólann í morgun, reddaði deginum fyrir henni.. Hún er samt búin að vera hundleið í allan dag. Einsog flestir örugglega!

Hún stóð sig vel í gær, það var Jónasarvaka uppí höll og þar söng kór Grænuvalla "Buxur , vesti , brók og skór". Þau voru glæsileg öll. (Stolt mammaBlush)  Nema hvað að mamman klæddi hennar hátign auðvitað í sitt fínasta púss í tilefni dagsins.. Kjól og jakka og flottar sokkabuxur í stíl.. Svo kom að því að krakkarnir voru kallaðir á "svið" og þar lallaði Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir inn, í sínu fínasta, og í VAÐSTÍGVÉLUNUM! (Svoltið eðlileg þar Wink) Mamman og pabbinn gátu ekki annað en glott í annað þegar þau sáu dótturina...

Jólin nálgast..   Erfiður tími fyrir suma, góður tími fyrir suma..  Tími þar sem flestar fjölskyldur koma saman og hlúa að hvort öðru..  Ég og litla fjölskyldan mín verðum bara heima hjá okkur í ár. Og ég er bara glöð með það, eiga notalega og rólega stund saman.

Ég verð að vinna öll jólin og áramótin.. En það er bara í góðu lagi.. Ánægð með að fá að vera með gamla fólkinu líka.. Þau eru hluti af lífi mínu líka.. 

Ætla að fara að skoða TVið..  Ef ekkert er á þessum þrjátíu og eitthvað stöðvum sem við erum með, þá er ég að spá í að leigja mér mynd..  Kannski bara jólamynd, ef þær eru farnar að streyma inn..

Góða nótt, sofið rótt, í alla nótt*

Amma mín, besta amma í heimi* Amma mín* Besta amman í heimi*

 


Ást er...

Brúðkaup næsta sumar... 

Spurning hvað er langt í þetta...  Wink

Gamals aldur...


Hver man ekki eftir þessum... :)

http://link.brightcove.com/services/link/bcpid507922909/bclid507841379/bctid537093158

Kokkahópurinn ATH!!

Jæja...

Haldið þið að það sé ekki bara kominn tími á jólabaksturinn??  Ég er að springa, mig langar svo til að fara að baka það sem ég þarf að frysta... Sörur og niðurskorna tertu... Er barasta að spá í að fara að gera það í vikunni. já! Þá er það ákveðið, geri það..

En hvað segið þið, þið sem eruð í kokkahópnum okkar.. (Verðum að fara að finna nafn á þennan hóp okkar) Er ekki líka alveg kominn tími á að fara að elda saman??? Mér finnst það, því að svo verður örugglega bara eldað í jólaboðinu okkar næst.. Ekki svo auðvelt að koma okkur öllum saman, margir ekki heima. Dana og Andri koma víst heim um næstu helgi, þannig að mér finnst þetta bara upplagður tími, næsta helgi.. Verðum bara að hóa okkur saman.. Og ákveða hvað á að elda.. ( Einhver þarf að stjórnastBlush )

Við mæðgur vorum einar heima í gær, Bóbi fór til Rvk fyrir sunnan að keppa í handbolta.. Tveir leikir, töpuðu báðum.. Fyrri leiknum með 2 mörkum, hinum með 12 mörkum..  "Eigum við að ræða það eitthvað eða???, nei hélt ekki..."  En við mæðgur höfðum það BARA gott.. Fórum í íþróttaskólann, svo í heimsókn á "Hólinn" og svo í kaffi til Kristínu og svo var okkur boðið í mat á "Hólinn" þannig að við vorum bara lítið heima og helgin barasta flaug framhjá okkur..

Jæja, Prison break er víst löngu byrjað...

Góða nótt, sofið rótt, í alla nótt*

 


Jaaá fínt, já sæll, já fínt, já sæll, já fínt, já sæll,já fínt....

Þvílík snilld sem árshátíðin var.  Þetta fólk kann sko að skemmta sér og skemmta öðrum!

Held samt að Bóbi hafi ekki verið alveg að fíla sig þarna, fékk það svona á tilfinningunaErrm.. Held líka að hann hafi farið með því hugarfari að þetta yrði alveg drepleiðinlegt.

Maturinn var snilld, eitthvert sjávarréttarlistaverk í forrétt, andarbringur og lambafille í aðalrétt (ábót á það fyrir þá sem það vildu) og að lokum sjóðandi heit (brenndi mig..) súkkulaðikaka og ís og jarðarber og rjómi í eftirrétt (hefði alveg verið til í ábót á það)...Tounge

Hljómsveitin klikkaði ekki heldur, Von. Gólfið troðfylltist um leið og þeir byrjuðu. Og var bara þannig.. Það var einsog fólkið hafi beðið í startholunum eftir að fá að komast á gólfið..  Kristbjörn hinsvegar sat alveg sallarólegur í sætinu  Wink..

En svona var þetta gott fólk. Sit svo bara hér og blogga með kaffibollann við hlið mér.. Er að hugsa um að fara í smá göngu með dótturina, bóndinn skellti sér í rjúpur..

Later..


Gleði, gleði, gleði !!!

Sælt veri fólkið..

Jæja, það gerist varla verra. Ég var sett á "Haldol" í dag.

Vissi reyndar ekkert hvað það var fyrr en ég kíkti á doksann og gáði að því..

Þetta er sem sagt:

Haldol er notað við einkennum ýmissa geðsjúkdóma, einkum við geðklofa og oflæti, til að mynda í tvískautaröskun og drykkjusýki. Einnig er það stundum gefið við óróa og rugli, svo sem hjá eldra fólki. Í litlum skömmtum hefur Haldol einnig ágæta verkun á ógleði og er stundum notað í þeim tilgangi þegar ekki er hægt að lækna frumorsök hennar. Lyfið verkar líkt og önnur sefandi geðlyf en veldur síður þreytu og syfju.

Stungulyf með forðaverkun er notað þegar æskilegt þykir að fá jafna verkun í langan tíma og þegar tryggja þarf að sjúklingur fái lyfið ef hætta er á að lyfjataka sé óregluleg. Þetta lyfjaform er venjulega ekki notað fyrr en töflumeðferð hefur verið reynd og ljóst er að lyfið verkar vel á viðkomandi sjúkling.

Aukaverkanir
Lyfið er ekki vanabindandi en getur haft nokkrar aukaverkanir. Algengastar þeirra eru vægur skjálfti og spenna í vöðvum, sérstaklega í byrjun meðferðar. Þessi einkenni lagast oft af sjálfu sér við áframhaldandi meðferð, en stundum eru gefin sérstök lyf til að vinna gegn þeim.

Sjaldgæfar aukaverkanir eru svo aukið munnvatnsrennsli, svitamyndun, lystarleysi og mjólkurmyndun í brjóstum. Svimi, þyngdaraukning, lækkun á líkamshita og lækkun á blóðþrýstingi eru hugsanlegar aukaverkanir. Blóðþrýstingsbreytingar verða oft sérstaklega áberandi þegar fólk stendur snögglega upp og getur því þá sortnað fyrir augum. Í einstaka tilfellum getur lyfið haft eiturverkanir á lifur og valdið gulu. Þetta kemur oftast fram 2-3 vikum eftir að meðferðin hefst og lagast venjulega þegar hætt er að nota lyfið.

Mmmmm....  Mjög spennandi..

En ég er semsagt að fara á árshátíð hjá HÞ um helgina og BORÐIÐ mitt heitir "Haldol" Wink.. Náði í miðana okkar áðan og fékk þá þessar fréttir, að ég væri komin á "Haldol".  Og borð stjórans míns heitir t.d. "Viagra"..  Þetta verður örugglega rosa stuð..  Það vantar ekki ýmindunaraflið hjá vinnufélögunum.. LoL

Kokkurinn er veislustjórinn og fordrykkurinn heitir "blákaldur"..   Ég hlakka mikið til.. Er að fara að yfirfara fataskápinn í þessum töluðu..  Vildi bara færa ykkur þessar "góðu" fréttirGrin.

Góða helgi Cool

c_documents_and_settings_anita_my_documents_my_pictures_988972905_2b1948372a_m.jpg

 


"Kaffi á könnuni, allir velkomnir, ENGAR vondar fréttir takk".

Jæja..

Ég er búin að setjast oft við tölvuna síðustu daga og reyna að koma mér í gírinn.. En..

Ég stefni á að fara í vinnuna á mánud. eftir laaannngt veikindafrí, alltof langt! En ég er bara hin hressasta, dáltið dofin í ökklanum og aum undir honum.. Á ennþá dáltið erfitt með að fara úr lokuðum skóm ef ég á annað borð asnast í þá. Ætla bara að vera í klossum í vinnuni, þá nuddast ekkert við ökklann..  Blush

Það er ekki hægt að segja annað en að það sé mikið búið að ganga á hjá okkur síðasta mánuðinn..  28. september lést Dóri frændi "Saxi" úti á Krít. Og við fórum strax til mömmu og ömmu, gat ekki hugsað mér að vera "ein" hérna..  Og vildi líka bara fara og knúsa mömmu endalaust, því hún missti ekki bara yngsta systkinið sitt, heldur líka besta vin sinn. Hann hefði orðið 50 ára á morgun.. Yndislegur maður, hann átti ekki konu og engin börn en hann átti í okkur systkinabörnunum öllum. Og það var gaman að "hlusta" á hann þegar hann kom með uppeldisráðin, og ef, einsog í mínu tilfelli, maður bjó ekki á staðnum, þá hringdi hann bara til að vita hvernig gengi með litluna.. "bara byrja strax að gefa henni lýsi og slátur, þá venst hún því strax!" Joyful  Dóri frændi, endalaust góður maður.

Svo var komið að kistulagningu hjá honum blessuðum.. þá kvöldið áður er amma send til Húsavíkur með mikla verki innan um sig.. Við fórum til hennar á föstudeginum og það varð strax ljóst að amma gæti ekki verið við kistulagningu og ekki við jarðarför sonar síns.. Við Sigrún skiptum liði og hún var hjá ömmu á föstud. kvöldið og við fórum og fengum að kveðja Dóra. En komum svo aftur heim strax eftir kistulagninguna. Ég fékk að vera hjá ömmu þegar hann var jarðaður. En amma var svo veik. Þetta kvöld 6. Október lést amma, sama dag og sonur hennar er jarðaður. Og ég fékk að vera hjá henni.. Við Bóbi vorum bæði hjá henni. Ég vildi ekki að hún yrði ein og alls ekki að einhver ókunnugur yrði hjá henni..  Þetta er án efa það erfiðasta sem ég hef gert í lífinu, en ég er sátt. Hún var ekki ein.

Ég er enn dáltið reið við almættið, finnst ekki réttlátt að svona mikið og svona mikið í einu sé lagt á eina fjölskyldu. Er búin að fá að heyra nokkrum sinnum núna máltækið "oft er stutt stórra högga á milli". Vil ekki heyra það aftur. Núna vil ég bara fá mömmu hingað til Húsavíkur svo að ég geti hugsað um hana og passað hana. Því að það var hlutverk Dóra. Hún leitaði til hans og hann til hennar.. 

Við Bóbi vorum á tímabili að hugsa um að græja miða á hurðina hjá okkur.. " Kaffi á könnuni, allir velkomnir, ENGAR vondar fréttir takk". Komið gott.

Þannig að... Góðar fréttir núna..  Bóbi var að keppa í handbolta í dag við Selfoss, og að sjálfsögðu unnu þeir. 34-33.

Við vorum að fá okkur kisu, yndislegan skógarkött. Sem sefur bara og sefur.. Hann er það latur að hann er búin að koma Aðalbjörgu uppá það að færa sér matinn í rúmið, þannig að hann þarf ekki að fara framúr nema til að fara á klóið, neyðist til þess Sleeping.

Jæja, þetta varð aðeins lengra en ég ætlaði...  Vonandi fyrirgefið þið mér það.. Ef það er einhver að lesa þetta "blogg" mitt...

Bless í bili.. 

 


Virkur bloggari hér á ferð!...

Eða þannig...

Já ég er semsagt búin að láta kroppa í fótinn á mér..  Það gekk bara vonum framar.  Vaknaði bara hress, og ekkert vesen eftir það. Lagðist inn á sunnud.kvöld. og fór heim sama dag og aðgerðin var. Bóbi og Aðalbjörg komu að heimsækja mig, en þá var mín bara að undirbúa heimför... Wink

Ég semsagt fór í æðahnútaaðgerð, en það þurfti líka að taka einhverja æðagrein í burtu úr kálfanum því þar hafði myndast tappi. Furðulegt að það megi bara taka þessa og þessa æð í burtu og binda rembihnút á eftir... Hvernig á maður að skilja svona?Blush

Aðalbjörg er voða dugleg að hjálpa mömmu sinni að stulast um og rétta henni hluti og svona.. Annars er ég ekkert að hlífa mér, því að ég á ekki að  gera það. Ég fer síðan í saumatöku eftir hálfan mánuð..  Þá stefni ég að því að verða orðin alveg glimrandi góð..  Annars get ég varla hreyft mig fyrir umbúðum! En ég er vel pökkuð inn frá rist og að nára á hægri fæti..

Jæja ætla að fara að setja í eina þvottavél eða svo, líður alveg skelfilega svona á rassgatinu að gera EKKI NEITT.Angry

Bless í bili..

Anita fatlafól..


Og kaupi svona bíl.....

Já ég held að flestir í kringum mig séu búnir að heyra það að mig langar í nýrri bíl.  Bíllinn okkar er held ég '88 model. Ljósblár Subaru.

Ok, hann er ekki riðgaður, hann gengur svona nokkuð eðlilega. En...  Það er sprunga þvert yfir framrúðuna, ný rúða er örugglega dýrari en bíllinn sjálfur þannig að...  Hann lekur olíu og á það mörgum stöðum að það tekur því ekki að gera við það. Ef ég ætla að bregða mér bæjarleið til Akureyrar þá verð ég að passa mig á því að fylla hann ekki af bensíni svo að ég komist á sæmilegum tíma upp Víkurskarðið. Hann þarf aðstoð innsogsins við að komast í gang á morgnana, og það í sumar... En drepur alltaf einu sinni á sér áður en hægt er að fara af stað..  TOPPBÍLL segir Kristbjörn! "Þú finnur aldrei svona gamlan bíl riðlausan einsog þennan" segir tengdapabbi.. Þetta eru náttúrulega alveg nógu góðar ástæður fyrir því að eiga hann bara í vetur.. Ég er hinsvegar ekki búin að sjá að hann verði góður í gang á morgnana í vetur, einsog hann er búin að vera í sumar!!  Og er ekki alveg að gúddera það að vera skilin eftir ein með hann þegar Bóbi fer á sjó!

Þannig að allir sem vettling geta valdið og lesa þetta... Hjálpið mér nú að sannfæra Bóba um að þetta gangi nú ekki lengur!  (Hélt ég ætti aldrei eftir að vera í svona brasi með hann Bóba minn... En sumir koma endalaust á óvart)

 


Hvað er í gangi?

Það er búið að þvæla þetta mál í marga hringi...  Spurning um að fara að fá alvöru lögreglumenn í málið..  Þetta er ekki að gera sig hjá þeim! Og fjölmiðlarnir þarna úti.. Ekki eru þeir skárri..
mbl.is Lögregla segir ekki fullvíst að erfðaefni sé úr Madeleine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband